Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 573. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1327  —  573. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 65/1974, um ávana- og fíkniefni, og lyfjalögum, nr. 93/1994, með síðari breytingum (flutningur leyfa og undanþágna til Lyfjastofnunar og gjaldtaka).

(Eftir 2. umr., 15. apríl.)



I. KAFLI


Breyting á lögum nr. 65/1974, um ávana- og fíkniefni, með síðari breytingum.
1. gr.

    3. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
    Lyfjastofnun getur veitt undanþágu frá ákvæðum 1. og 2. mgr. þegar sérstaklega stendur á. Slíkar undanþágur eru ávallt afturtækar. Ráðherra er heimilt með reglugerð að setja frekari skilyrði og takmarkanir á veitingu undanþágna og mæla fyrir um önnur atriði er varða framkvæmd þessa ákvæðis.

2. gr.

    2. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
    Inn- og útflutningur, sala, kaup, skipti, afhending, móttaka, framleiðsla, tilbúningur og varsla efna þeirra er greinir í 1. mgr. er einungis heimil lyfsölum, lyfjaheildsölum, lyfjaframleiðendum og þeim sem Lyfjastofnun hefur veitt sérstakt leyfi til slíks. Sækja þarf um sérstakt leyfi til Lyfjastofnunar í hvert sinn. Slík leyfi eru ávallt afturtæk. Ráðherra er heimilt með reglugerð að setja frekari skilyrði og mæla fyrir um takmarkanir á slíkri starfsemi og önnur atriði er varða framkvæmd þessa ákvæðis.

II. KAFLI
Breyting á lyfjalögum, nr. 93/1994, með síðari breytingum.
3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
     a.      Við 9. tölul. 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Jafnframt veitir Lyfjastofnun leyfi og undanþágur samkvæmt lögum um ávana- og fíkniefni.
     b.      Í stað orðanna „og fyrir mat á stöðluðum forskriftum skv. 5. gr.“ í 8. mgr. kemur: fyrir mat á stöðluðum forskriftum skv. 5. gr. og fyrir veitingu leyfa og undanþágna samkvæmt lögum um ávana- og fíkniefni, sbr. 9. tölul. 1. mgr.

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.